top of page

Félag umboðsmanna vörumerkja og einkaleyfa

Siðareglur

fyrir Félag umboðsmanna vörumerkja og einkaleyfa.



1 gr.
Félagsmanni ber að fara eftir siðareglum þessum í starfi, án tillits til persónulegra hagsmuna eða annarra hagsmuna.

2 gr.
Félagsmaður skal gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna í hvívetna. Ber honum að vinna það starf an tillits til eigin hagsmuna, óháð þjóðerni, kynþáttum, trúarbrögðum, litarhætti, aldri, kynferði, stjórnmálum eða þjóðfélagsstöðu.

3 gr.
Félagsmaður skal gæta heiðurs umboðsmannastéttarinnar í hvívetna.

4 gr.
Félagsmaður skal vera &óháður í starfi og standa vörð um sjálfstæði stéttarinnar.

5 gr.
Félagsmaður er bundinn þagnarskyldu um upplýsingar sem hann fær í trúnaði í starfi nema hann sé leystur undan þagnarskyldu.

6 gr.
Félagsmenn skulu leitast við að koma ekki fram sem fulltrúar gagnstæðra hagsmuna. Þó skulu þeir tryggja að fyrirmæli séu framkvæmd þannig að réttindi glatist ekki.

7 gr.
Félagsmenn skulu hafa góða samvinnu sín á milli og sýna hver öðrum fulla virðingu.

8 gr.
Samkeppni í starfi skal vera heiðarleg. Félagsmanni ber að forðast að nota villandi eða lofsamleg ummæli um þjónustu sína eða að bera þjónustu sína saman vi6 þjónustu annarra félagsmanna.

9 gr.
Stjórn félagsins hefur eftirlit með því, að reglum þessum sé fylgt. Félagsmanni er skylt, að boði stjórnarinnar, að gera henni viðhlítandi grein fyrir máli sínu út af meintu broti eða ágreiningi um skilning á reglum þessum. Ber félagsmanni í því efni að svara og sinna án ástæðulauss dráttar fyrirspurnum og kvaðningum stjórnarinnar. Ágreiningur milli félagsmanna um skilning a reglum þessum sætir úrskurði stjórnarinnar skv. 7. grein laga félagsins.

10 gr.
Framanskráðar reglur má ekki skoða sem tæmandi taldar um góða siði félagsmanna. Góð samviska og skörp dómgreind ásamt siðareglum eru ómissandi siðferðilegri hegðun. Félagsmanni er rétt og skylt í vafatilvikum að hafa samráð við félagsstjórnina.

Siðareglur þessar eru upphaflega samþykktar á aðalfundi félagsins 1992.

bottom of page